Tryggvi Snær Hlinason og Evrópumeistarar Bilbao máttu þola tap í fyrsta leik deildarkeppni ACB deildarinnar á Spáni gegn Malaga, 86-68.
Á tæpum 24 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi Snær 10 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum, stolnum bolta og 3 vörðum skotum, en hann var framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum með 19 framlagsstig.



