spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindvíkingar náðu í sigur fyrir troðfullu húsi í Grindavík

Grindvíkingar náðu í sigur fyrir troðfullu húsi í Grindavík

Grindavík hafði betur gegn grönnum sínum frá Njarðvík í kvöld í fyrstu umferð Bónus deildar karla, 109-96.

Leikurinn var sá fyrsti sem Grindavík leikur í deild á heimavelli sínum í Grindavík í tæp tvö tímabil, en liðið þurfti frá að hverfa þaðan þegar eldsumbrot byrjuðu á svæðinu 2023. Nokkuð ljóst er eftir leik kvöldsins að Grindvíkinga þyrstir í að horfa á sitt lið á heimavelli, þar sem uppselt var í húsið og myndaðist þar gríðarleg stemning.

Leikurinn sjálfur var einnig hin besta skemmtun lengi vel framan af. Liðin voru nánast jöfn eftir fyrsta leikhluta, en þegar í hálfleik var komið var Grindavík hænuskrefi á undan, 54-51.

Í upphafi seinni hálfleiksins byggja heimamenn sér upp góða forystu sem á endanum átti eftir að vera næg fyrir þá. Eru um 20 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann og ná svo að fara með forskot sitt mest í 23 stig í upphafi þess fjórða. Njarðvíkingar ná aðeins að malda móinn á lokamínútunum, en bilið var einfaldlega of stórt. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur sigur Grindvíkinga, 109-96, fyrir fullu húsi af sínu heimafólki.

Stigahæstir í liði Grindavíkur voru Jordan Semple með 28 stig og Deandre Kane með 20 stig.

Fyrir Njarðvík var Dwayne Lautier með 23 stig og Mario Matasovic var með 19 stig.

Myndasafn

Tölfræði leiks

Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -