Það var mikil stemmning á Akranesi í dag en endurkoma ÍA í efstu deild hófst í kvöld þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í Bónus deildinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Skagamenn bíða enn eftir að geta hafið leik í AvAir höllinni, nýju íþróttahúsi bæjarins við Jaðarsbakka, en það var kannski bara við hæfi að byrja keppni liðsins í efstu deild á sama velli og liðið vann sig upp í Bónus deildina í vor eftir margra ára veru utan efstu deildar. Liðið lék síðasta heimaleik sinn í efstu deild í Epson deildinni þann 5. mars árið 2000, einmitt í íþróttahúsinu við Vestugötu.
Síðan þá hefur liðið verið í 1. og 2. deild en liðið varð deildarmeistari 1. deildar í vor og fóru því beint upp í Bónus deildina án þess að spila í úrslitakeppni. Það var því langt um liðið síðan ÍA spilaði síðasta keppnisleik, en liðið spilaði síðast í Íslandsmóti þann 15. mars, eða fyrir tæpum sjö mánuðum síðan. Svipaða sögu er reynar að segja um Þórsara en þeir spiluðu síðasta deildarleik sinn 23. mars þar sem þeir náðu ekki inn í úrslitakeppnina í vor.
Báðum liðum var spáð í neðri hluta deildarinnar af fjölmiðlum og forráðafólki félaganna, Þór spáð 10. sætinu og áframhaldandi veru í Bónus deildinni en ÍA spáð í 11. sæti og þar með falli. ÍA eru nýliðar í deildinni en Þór endaði síðasta tímabil einmitt í 10. sæti.
Nokkrar breytingar hafa orðið á báðum liðum á milli tímabila. Sjö nýir leikmenn komnir til Þórs og sex farnir á meðan þrír nýir leikmenn hafa gengið til liðs við ÍA og fjórir farið annað. Athygli vekur að engin nýr íslenskur leikmaður hefur gengið til liðs við ÍA þrátt fyrir breyttar reglur varðandi fjölda erlendra leikmanna hjá felögum deildarinnar, en samkvæmt heimildum var rætt við nokkrar íslenska leikmenn sem á endanum ákváðu annað en að spila með ÍA.
Það sást bersýnilega að stuðningsfólk ÍA var tilbúið að mæta aftur á leik eftir langa bið en pallarnir voru þétt settnir í kvöld og ekki annað hægt en að hrósa stuðningsfólki fyrir mætinguna.
Skagamenn ættu fyrstu stigin á töfluna en Þórsarar svöruðu fljótt og náðu leiknum til sín með glæsilegri þriggja stiga nýtingu og voru komnir með 6 þrista í 10 tilraunum þegar ÍA tók leikhlé í stöðinni 19-29 og ein mínúta eftir af fyrsta leikhluta. Leikhléið slökkti aðeins í Þórsurum sem klikkuðu á báðum þristum sínum eftir leikhléið en Skaginn setti sinn niður og klóruðu í bakkann, staðan eftir fyrsta leikhluta 25-31 fyrir Þór.
Þórsarar mættu klárir í annan leikhluta og náðu muninum upp í 13 stig um miðjan leikhlutann. Skagamenn tóku þá aðeins við sér, komu sér meira á vítalínuna og náðu að saxa forskotið niður í sjö stig þegar rétt rúm mínúta lifði af fyrri hàlfleik og Þórsarar tóku þá leikhlé. Liðin skiptust á að skora eftir leikhléið nema hvað að loka skot Þórs fór upp í þakið og ÍA fékk boltan og hálf sekúnda á klukkunni. ÍA henti þá í þægilegt innkastskerfi sem endaði með flautukörfu og staðan í hálfleik 49-54 fyrir Þór.
Liðin fóru hægt af stað í stigaskorun en Skagamenn settu þó aðeins fleiri stig á töfluna til að byrja með og jöfnuðu leikinn í 59-59, stàlu svo boltanum og komust yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Þórsarar tóku sig þá saman og komust aftur yfir en Skagamenn stálu þá boltanum, settu auðvelt layup og svo þrist í næstu sókn og komist þremur stigum fyrir um miðjan þriðja leikhluta og Þórsarar tóku leikhlé. Skagamenn héldu velli eftir leikhléið og gàfu heldur í og leiddu í lok leikhlutans, 77-71 fyrir ÍA.
Þôrsarar byrjuðu fjórða leikhlutann að tveimur þristum, stálu svo boltsnum og settu auðvelt layup og staðan orðin jöfn 79-79 eftir tæpar tvær mínútur og ekkert annað í stöðunni fyrir ÍA en að taka leikhlé. Jafnræði var með liðunum eftir það en Þórsarar fóru meira á körfuna, skagaliðið komið með 5 liðsvilllur en Þór 1 þegar tvær og hálf mínúta var eftir af jöfnum leiknum og staðan 88-89 fyrir Þór. Þá snéru Skagamenn leiknum sér í vil, villunum fjölgaði Þórs megin og ÍA náðu forystunni og jók hana jafnt og þétt þar til Þórsarar tóku leikhlé í stöðunni 96-89 og 35 sekúndur eftir. Leikhléið skilaði snöggum þrist fyrir Þór sem braut svo strax og sendu Skagann á vítalínuna þar sem fyrra skotið fór niður. Þór missti svo boltann í næstu sókn og brutu strax og ÍA setti bæði vítin niður og staðan orðin þægileg fyrir heimamenn, 99-92 og 20 sekúndur eftir og kláruðu svo leikinn 102 – 92 og fyrsti sigur ÍA í Bónusdeildinni staðreynd.
Hjá heimamönnum bar nú ekki mest á Gojko Zudzum en hann var sannarlega stigahæstur með heil 35 stig og bætti við það 14 fràköstum. Yfirvegun Josip Barnjak undir lok leiksins fór langt með að landa sigrinum og einnig verður að hrósa Styrmi Jónassyni fyrir frumraun sína í efstu deild með 16 stig, 3 stolna og 3 blokk. Einnig var tvöföld tvenna Darnell Cowart, 19 stig og 10 fráköst, kærkomin viðbót við leik ÍA.
Hjá gestunum fór mest fyrir Lazer Lugic, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hann endaði með trölla tvennu 22 stig og 22 fráköst auk þess að blokka 6 skot. Rafail Lanaras var samt stigahæstur gestanna með 23 stig og Jacoby Ross skilaði 19 stigum og 9 fráköstum.









Nánari tölfræði úr leiknum má finna hér
Gaman að segja frá því að:
-ÍA halda uppteknum hætti frá síðasta tímabili þar sem þeir töpuðu ekki leik á Vesturgötunni.
-Fyrsti sigur ÍA í efstu deild síðan 3. október 1999, eða í nánast 26 ár upp á dag.
-ÍA tók heil 43 vítaskot í leiknum.
-Bæði lið blokkuðu 8 skot í leiknum.
Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson



