spot_img
HomeÚti í heimiEvrópukeppniTindastóll hefur leik í ENBL deildinni í dag

Tindastóll hefur leik í ENBL deildinni í dag

Tindastóll hefur keppni í ENBL deildinni í dag gegn BC Slovan Bratislava í GoPass Arena Slovaíku.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lið fer í riðla í evrópukeppni og mikil eftirvænting er amk í Skagafirðinum fyrir leikjunum sem framundan eru á nýju sviði.

Tindastóll hefur átt fínt undirbúningstímabil og sagði Arnar Guðjónsson meðal annars ,, Það væru góð lið þarna og ef allt gengi að óskum gæti liðið farið í 16 liða úrslit.”

Viðtalið í heild má sjá neðst í fréttinni.

Leikurinn verður í beinni hjá Tindastól TV og hefst útsending um kl. 15.50 og verður leiknum lýst af Guðlaugi Skúlasyni.

Hér er hægt að horfa á leikinn

Aðgangur að leiknum kostar 1.500-kr




Fréttir
- Auglýsing -