KR lagði Ármann í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í Laugardalshöll í kvöld, 60-75.
Það voru heimakonur í Ármann sem hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 9 stigum að fyrsta leikhluta loknum, 20-11. KR náði heldur betur að bíta í skjaldarendur í öðrum fjórðungnum, vinna hann með 21 stigi og eru því með 12 stiga forystu í hálfleik.
Segja má að á endanum hafi þessi erfiði annar leikhluti verið banabiti Ármenninga, en þær vinna þriðja fjórðunginn með einu stigi og tapa þeim fjórða með aðeins fjórum. Niðurstaðan að lokum þó nokkuð öruggur sigur KR, 60-75.
Rebekka Rut Karlsdóttir var frábær fyrir KR í kvöld með 26 stig. Þá skilaði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14 stigum, en bæta má við að KR var að leika án bandarísks leikmanns sem bíður eftir að fá leyfi til að geta tekið þátt.
Fyrir Ármann var Khiana Johnson stigahæst með 19 stig og Sylvía Rún Hálfdánardóttir var með 18 stig.



