spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaIðnaðarsigur Njarðvíkur í Garðabæ

Iðnaðarsigur Njarðvíkur í Garðabæ

Njarðvík lagði Stjörnuna í kvöld í fyrsta leik liðanna í Bónus deild kvenna, 64-81.

Á upphafsmínútum leiksins skiptust liðin á snöggum áhlaupum og var jafnt eftir fyrsta leikhluta, 18-18. Undir lok fyrri hálfleiks var Njarðvík þó betri aðilinn, en Stjarnan var ekki langt undan. Staðan 35-42 í hálfleik.

Njarðvík heldur áfram að byggja ofan á forskot sitt í upphafi seinni hálfleiksins, hægt, en mjög örugglega og eru þær komnar með 11 stig forskot fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerir Njarðvík svo vel að verjast áhlaupi frá heimakonum og vinna þær leikinn að lokum með 17 stigum, 64-81.

Stigahæstar fyrir heimakonur í kvöld voru Berglind Katla Hlynsdóttir með 15 stig og Eva Wium Elíasdóttir og Dilja Ögn Lárusdóttir með 11 stig hvor.

Fyrir Njarðvík var stigahæst Brittany Dinkins með 26 stig. Þá skilaði Dani Rodriguez 19 stigum.

Myndasafn

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -