spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur sigur Íslandsmeistara Hauka í kaflaskiptum leik

Öruggur sigur Íslandsmeistara Hauka í kaflaskiptum leik

Íslandsmeistarar Hauka höfðu betur gegn Tindastóli í Ólafssal í kvöld í fyrsta leik deildarkeppni Bónus deildar kvenna, 99-85.

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi framan af, en það var Tindastóll sem leiddi eftir fyrsta fjórðung með 9 stigum. Þeirri forystu náði liðið að hanga á fram að lokum fyrri hálfleiks, en þegar liðin héldu til búningsherbergja munaði 5 stigum á liðunum.

Upphaf seinni hálfleiksins er þó eitthvað sem Tindastóll er líklega til í að gleyma. Íslandsmeistarar Hauka náðu að setja körfur í þriðja leikhlutanum í öllum regnbogans litum og ná að snúa taflinu sér í vil fyrir lokaleikhlutann. Haukar 19 stigum yfir. Það var einfaldlega of mikið fyrir Stólana, sem ná aðeins að klóra í bakkann undir lokin, en ekki nóg. Niðurstaðan að lokum Haukasigur, 99-85.

Stigahæstar fyrir Hauka í leiknum voru Amandine Toi með 27 stig og Krystal Jade Freeman með 23 stig.

Fyrir Tindastól lék Marta Hermida á alls oddi og skilaði 30 stig. Henni næst var Alejandra Quirante Martinez með 15 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -