Grindavík hefur samið við Ragnar Örn Bragason fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Ragrnar er að upplagi úr ÍR, en hann kemur til Grindavíkur frá Þór í Þorlákshöfn. Þar vann hann meðal annars Íslandsmeistaratitilinn 2021 og var í kjölfarið kallaður inn í íslenska A landsliðið.
Líkt og segir í tilkynningu um Ragnar, sem er þrítugur að aldri, er hann hokinn af reynslu í íslenska körfuboltanum. Hávaxinn framherji sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og færir Grindvíkingum marga þætti sem mun án vafa nýtast liðinu vel í vetur.



