Grindavík hefur framlengt samning sinn við Nökkvar Már Nökkvason fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Nökkvi er 26 ára gamall að upplagi úr Grindavík, en þá hefur hann einnig leikið fyrir Snæfell og Þrótt Vogum. Þá var hann einnig á sínum tíma leikmaður yngri landsliða Íslands.
Líkt og segir í tilkynningu með samningnum er það félaginu ómetanlegt á þessum einkennilegu tímum að halda í sína uppöldu leikmenn og taka þeir Nökkva fagnandi og hlakka til að sjá hann negla nokkrum þristum í vetur



