spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Breytingar í Njarðvík

Orðið á götunni: Breytingar í Njarðvík

Hér fyrir neðan eru eitt af þeim atriðum sem Körfunni hefur borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

Orðið á götunni er að Njarðvík ætli að gera breytingu á leikmannahópi sínum fyrir komandi átök í Bónus deild karla.

Samkvæmt heimildum Körfunnar mun liðið hafa samið við Julio de Assis sem Stjarnan leysti undan samning á dögunum. Julio hefur leikið fyrir nokkur lið á Íslandi, Vestra upphaflega, síðan Breiðablik og nú síðast Grindavík.

Julio kemur samkvæmt heildum inn í lið Njarðvíkur í stað Carlos Mateo, sem kom til liðsins nú í haust, en hann er sagður hafa þurft frá að hverfa af persónulegum ástæðum.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -