spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaAtkvæðamikill í þriðja ósigur Jonava

Atkvæðamikill í þriðja ósigur Jonava

Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava máttu þola tap gegn Šiauliai í LKL deildinni í Litháen, 93-78.

Á rúmum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 12 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu.

Jonava hefur því tapað fyrstu þremur leikjum deildarkeppninnar, en áður höfðu Hilmar Smári og félagar þurft að láta í minni pokann fyrir Zalgiris og Lietkabelis.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -