Ísak Máni Wíum og félagar í St. Pölten fara vel af stað í austurrísku úrvalsdeildinni, en í gærkvöldi lagði liðið Panthers Fürstenfeld með tveimur stigum, 74-72.
Leikurinn var sá fyrsti í deildinni, en eftir hann eru þeir jafnir bk Dukes og Flyers Wels í efsta sæti deildarinnar.
Ísak hélt út til Austurríkis nú í sumar þar sem hann tók að sér starf sem yfirmaður akademíu St.Pölten, en hann er ásamt því einn af aðstoðarþjálfurum aðalliðs félagsins.



