Craig Pedersen mun halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins samkvæmt heimildum Körfunnar.
Samkvæmt heimildum Körfunnar mun nýr samningur Craig vera til tveggja ára, eða þangað til næsta undankeppni heimsmeistaramóts er afstaðin, en fyrstu leikir hennar eru nú í lok nóvember.
Síðasti samningur Craig var gerður árið 2022 og var til þriggja ára, en hann rann út núna eftir síðasta leik liðsins á lokamóti EuroBasket 2025. Hann hefur þó verið þjálfari liðsins frá árinu 2014 og hefur á þeim tíma í þrígang farið með liðið á lokamót EuroBasket. Eina mótið sem liðið missti af undir hans stjórn var árið 2022.
Undir hans stjórn hafa margir stórir sigrar unnist og hefur Íslandi tekist að vinna hverja stórþjóðina á fætur annarri í undankeppnum sínum s.s. Ítalíu í tvígang, Tyrkland, Georgíu og Úkraínu.



