Árleg spá fyrir Bónus deild karla var birt á kynningarfundi KKÍ fyrir tímabilið á Grand Hótel í Reykjavík í gær.
Karfan var á svæðinu og spjallaði við nýjan þjálfara Tindastóls Arnar Guðjónsson, en hans mönnum er spáð efsta sæti Bónus deildarinnar á komandi tímabili.



