spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHeldur upp á afmælið með samning í Vesturbænum

Heldur upp á afmælið með samning í Vesturbænum

Hanna Þráinsdóttir hefur samið við KR fyrir komandi leiktíð í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Líkt og tekið er fram í tilkynningunni á Hanna afmæli í dag, 23. september, og er 28 ára gömul, en hún er að upplagi úr Haukum og hefur einnig leikið með Aþenu, ÍR og Skallagrími hér heima.

Þá lék Hanna þrjú ár með Georgian Court University í bandaríska háskólaboltanum og tvö ár með New York University á meðan hún var í meistaranámi. Þá var hún valin í A-landslið kvenna árið 2023 og á að baki 2 landsleiki.

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR segir í tilkynningu með félagaskiptunum “Það er gríðarlega gott að fá leikmann eins og Hönnu til liðs við KR. Það er alltaf hægt að treysta á að hún leggi sig alla fram í verkefnin á báðum endum vallarins með baráttu og ákefð. Hún styrkir okkar breidd umtalsvert og hennar varnarhæfileikar og reynsla í deildinni munu styrkja okkur á fjölmörgum vígstöðum í vetur.”

Fréttir
- Auglýsing -