spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÚr Haukum til Hitachi High Tech Cougars

Úr Haukum til Hitachi High Tech Cougars

Fyrrum leikmaður Íslandsmeistara Hauka Lore Devos mun leika fyrir Hitachi High Tech Cougars í næst efstu deild í Japan á komandi tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlinum X.

Lore er belgísk að uppruna, en hefur leikið á Íslandi síðustu ár, fyrst með Þór Akureyri, en á síðasta tímabili með Haukum. Hefur hún verið einn albesti leikmaður deildarinnar á þessum tíma og var hún algjör lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitil Hauka á síðustu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -