Selfoss hefur samið við Hafþór Elí Gylfason fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta fyrr í morgun á samfélagsmiðlum.
Hafþór Elí er fæddur 2007 og að upplagi frá Selfossi, en samkvæmt tilkynningu er hann að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki eftir góðan árangur sem leikmaður í yngri flokkum félagsins.



