spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTekur við Körfuboltakvöldi

Tekur við Körfuboltakvöldi

Ólöf Helga Pálsdóttir verður nýr stjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport á komandi tímabili. Staðfestir hún þetta í samtali við vefmiðilinn vísi.is.

Ólöf tekur við starfinu af Herði Unnsteinssyni sem stýrt hefur þættinum síðustu ár, en hefur nú horfið til starfa fyrir KKÍ.

Ólöf Helga ætti að vera landsmönnum kunnug, en eftir farsælan körfuboltaferil hefur hún starfað sem þjálfari á öllum stigum fyrir félög og landslið ásamt því að hafa verið einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds.

Fréttir
- Auglýsing -