Fjölnir hefur samið við Jónas Steinarsson fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið samninginn við leikmanninn á samfélagsmiðlum.
Jónas er 21 árs 203 cm miðherji sem að upplagi er úr ÍR, en hann kemur til Fjölnis frá ÍA. Þá lék hann á sínum tíma fyrir yngri landslið Íslands. Baldur Már þjálfari hafði eftirfarandi að segja um Jónas í tilkynningu félagsins ,,Ég er gríðarlega ánægður með að fá Jónas til okkar. Ég þekki vel til hans allt frá því í minnibolta og hef mikla trú á að hann nái að blómstra hjá okkur. Hann kemur með hæð inn í teiginn en er líka góður skotmaður og hefur margt til brunns að bera sem leikmaður.”



