Lokamóti EuroBasket 2025 lauk í gær er Þýskaland lagði Tyrkland í úrslitaleik í Riga í Lettlandi.
Íslenska landsliðið lék fimm leiki í riðlakeppni mótsins í Katowice í Póllandi. Liðið náði ekki í sigur á mótinu þrátt fyrir að hafa spilað fimm góða leiki. Móti Íslands lauk því í Póllandi þann 4. september, en úrslitakeppni mótsins var leikin í Riga í Lettlandi.
Gífurlega vel var mætt á leiki Íslands og voru á bilinu 1500 til 2000 manns á öllum leikjum liðsins í Spodek höllinni í Katowice. Svo mikil var stemningin hjá íslenskum stuðninsgmönnum að skrifað var um það á erlendum miðlum, til að mynda hér.
Nú að móti loknu setti FIBA af stað kosningu á heimasíðu mótsins þar sem íslensku stuðningsmennirnir eru tilnefndir sem þeir bestu á mótinu.
Hérna er hægt að kjósa stuðningsmenn Íslands þá bestu á EuroBasket 2025



