spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þýskaland Evrópumeistari í fyrsta skipti í 32 ár - Dennis Schroder MVP

Þýskaland Evrópumeistari í fyrsta skipti í 32 ár – Dennis Schroder MVP

Þýskaland lagði Tyrkland í kvöld í úrslitaleik EuroBasket 2025, 83-88.

Stigahæstir fyrir Þýskaland í leiknum voru Isaac Bonga með 20 stig og Franz Wagner með 18 stig. Segja má þó að Dennis Schroder hafi verið besti leikmaður Þýskalands í leiknum þegar mest á reyndi, en hann skoraði 6 síðustu stig Þýskalands í leiknum.

Fyrir Tyrkland voru stigahæstir Alperen Sengun með 28 stig og Cedi Osman með 23 stig.

Tölfræði leiks

Titillinn er sá annar sem Þýskaland vinnur, en síðast urðu þeir Evrópumeistarar árið 1993. Þýskaland eru einnig ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 og eru aðeins fjórða þjóðin til þess að vera handhafar beggja titla í einu. Þær þjóðir sem höfðu áður gert það voru Sóvíetríkin, Júgóslavía og síðast Spánn.

Fyrr í dag lagði Grikkland lið Finnlands í leik um þriðja sæti mótsins, 92-89. Stigahæstur fyrir Grikkland í leiknum var Giannis Antetokounmpo með 30 stig á meðan Lauri Markkanen var með 19 stig fyrir Finnland.

Tölfræði leiks

Á verðlaunaafhendingu að leikjum loknum í dag var valið fimm leikmanna úrvalslið mótsins, en í því voru Giannis Antetokounmpo frá Grikklandi, Luka Doncic frá Slóveníu, Alperen Sengun frá Tyrklandi og Dennis Schroder og Franz Wagner frá Þýskalandi. Þá var Dennis einnig valinn verðmætasti leikmaður mótsins.

Þó íslenska liðið hafi ekki átt neina leikmenn sem fengu einstaklingsverðlaun að móti loknu í dag var það ekki svo að Ísland væri ekki með fulltrúa á verðlaunaafhendingunni. Þar sem að framkvæmdarstjóri KKÍ og varaforseti FIBA Hannes Jónsson var einn þeirra sem verðlaunaði bestu leikmenn mótsins í dag.

Fréttir
- Auglýsing -