Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]
Tveir leikir fóru fram í dag í Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn.
Í fyrri leik dagsins hafði KR betur gegn Grindavík og í þeim seinni vann Keflavík lið heimamanna í Þór.
Eftir þessa fyrstu tvo leikdaga mótsins er Keflavík enn eina taplausa liðið með tvo sigra á meðan Þór og KR eru með einn sigur/eitt tap og Grindavík hefur tapað báðum sínum leikjum.
Mótinu lýkur komandi miðvikudag, en þá mætast Grindavík og Keflavík í fyrri leik dagsins og KR og Þór í þeim seinni.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit leikjanna ásamt tölfræðiblöðum þeirra
Leikir dagsins
Icelandic Glacial
Grindavík 69 – 85 KR





