Úrslitaleikir lokamóts EuroBasket 2025 fara fram í dag.
Í fyrri leik dagsins kl. 14:00 mætast Finnland og Grikkland í úrslitaleik um þriðja sæti mótsins.
Sjálfur úrslitaleikur mótsins á milli Þýskalands og Tyrklands er á dagskrá kl. 18:00.
Ríkjandi heimsmeistarar Þýskalands eru að taka þátt í lokamótinu í 25. skipti. Í eitt skipti hafa þeir unnið mótið, 1993, en á síðasta móti enduðu þeir í þriðja sæti.
Tyrkland hefur í 26 skipti tekið þátt í lokamótinu. Aldrei tekist að vinna það, en árið 2001 náðu þeir sínum besta árangri, öðru sætinu.
Báðir eru leikir dagsins í beinni útsendingu á RÚV
Leikir dagsins
EuroBasket 2025 – Bronsleikur
Finnland Grikkland – kl. 14:00
EuroBasket 2025 – Úrslitaleikur
Þýskaland Tyrkland – kl. 18:00



