Undanúrslit lokamóts EuroBasket fóru fram í Riga í Lettlandi í dag.
Í fyrri leik dagsins höfðu heimsmeistarar Þýskalands betur gegn Finnlandi. Endaði leikurinn 98-86 fyrir Þýskaland, en Finnland elti lengst af í leiknum. Maður leiksins var leikmaður Þýskalands Dennis Schroder, en hann skilaði 26 stigum og 12 stoðsendingum í leiknum.
Í seinni viðureign undanúrslita lagði Tyrkland lið Grikklands nokkuð örugglega, 68-94. Eiginlega ekki andartak í leiknum þar sem úrslit hans voru í nokkrum vafa, en tyrkneska liðið náði forystunni á fyrstu mínútunum og bætti svo bara við hana eftir því sem leið á leikinn. Besti leikmaður vallarins í leiknum var Ercan Osmani með 28 stig og 6 fráköst.
Tyrkland og Þýskaland munu svo leika til úrslita komandi sunnudag, en áður en sá leikur fer fram munu Finnland og Grikkland mætast í leik um þriðja sætið.
Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu RÚV.
Úrslit dagsins
EuroBasket – Undanúrslit
Finnland 86 – 98 Þýskaland
Tyrkland 94 – 68 Grikkland



