spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland gerði Luka erfiðast fyrir - Skráði sig á spjöld sögunnar með...

Ísland gerði Luka erfiðast fyrir – Skráði sig á spjöld sögunnar með 34.7 stigum að meðaltali í leik á EuroBasket

Slóvenía lauk leik á lokamóti EuroBasket í Riga í Lettlandi í gær með tapi gegn Þýskalandi í 8 liða úrslitum.

Það verður því Þýskaland sem leikur á morgun gegn Finnlandi í undanúrslitum, en í hinni undanúrslitaviðureigninni á morgun munu mætast lið Grikklands og Tyrklands.

Einn allra besti leikmaður mótsins og án vafa sá sem dró Slóveníu alla leið í átta liða úrslitin var leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni Luka Doncic.

Luka setti 39 stig í lokaleik liðsins gegn Þýskalandi og endaði því með meðaltal upp á 34.7 stig í leik á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá hæstu meðaltöl á mótinu frá upphafi, en 34.7 stig Luka eru þau hæstu síðan Nikos Galis setti35.6 stig að meðaltaliu fyrir Grikkland á EuroBasket 1989. Nikos á reyndar hæsta meðaltalið, 37.0 á EuroBasket 1987 og fjögur af fimm hæstu meðaltöl sögunnar. Meðaltal Luka, 34.7, er þar í þriðja sæti

SætiÁrLeikmaðurÞjóðMeðaltal stiga
1.1987Nikos GalisGrikkland37.0
2.1989Nikos GalisGrikkland35.6
3.2025Luka DoncicSlóvenía34.7
4.1983Nikos GalisGrikkland33.6
5.1991Nikos GalisGrikkland32.6

Luka var að sjálfsögðu á eldi nánast allt mótið þetta árið. Hæst skoraði hann 42 stig í leik á móti Ítalíu í 16 liða úrslitum mótsins, í tvígang setti hann 39 stig (gegn Þýskalandi í 8 liða og í riðlakeppninni gegn Frakklandi) Lægst skoraði hann 26 stig, gegn Belgíu og í leiknum gegn Íslandi, en nýting hans var verst gegn Íslandi.

Fréttir
- Auglýsing -