spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFyrrum leikmaður Sacramento Kings semur við Álftanes

Fyrrum leikmaður Sacramento Kings semur við Álftanes

Álftanes hefur samið við Ade Murkey fyrir komandi leiktíð í Bónus deile karla. Í síðasta þætti af Run and Gun með Máté Dalmay staðfestir Brjánsi stjórnarmaður Álftnesinga að búið sé að ganga frá samningum við leikmanninn.

Ade er 196 cm bandarískur framherji sem síðast lék fyrir Wisconsin Herd í þróunardeild NBA deildarinnar. Álftanes er fyrsta liðið í Evrópu sem hann leikur fyrir, en hann hefur síðan hann kláraði Denver háskóla árið 2020 mest leikið í þróunardeildinni og NBA deildinni sjálfri, þar sem hann var á mála hjá Sacramento Kings tímabilið 2021-22. Hann kemur þó til Álftaness frá Knox Raiders í Ástralíu þar sem hann lék síðast.

Fréttir
- Auglýsing -