Skallagrímur hefur samið við Jóhannes Val Hafsteinsson fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið samninginn á samfélagsmiðlum.
Jóhannes Valur er 26 ára framherji/miðherji sem að upplagi er úr ÍA. Hann hefur þó áður æft með Skallagrím, en síðasta tímabil sem hann lék var 2017-18 og er hann því að koma úr nokkuð góðri pásu frá íþróttinni. Samkvæmt tilkynningu félagsins er Jóhannes stór og sterkur og frábær liðsmaður sem skrúfar fyrir alla varnarleka liðsins



