Átt liða úrslit lokamóts EuroBasket kláruðust í dag með tveimur leikjum.
Í gær höfðu Tyrkland og Grikkland tryggt sig áfram í undanúrslitin, en þau verða leikin komandi föstudag 12. september.
Í dag lagði Finnland svo lið Georgíu og Þýskaland hafði betur gegn Slóveníu.
Fyrri undanúrslitaleikur föstudagsins er leikur Þýskalands og Finnlands, en hann er á dagskrá kl. 14:00. Seinni viðureignin er svo leikur Tyrklands og Grikklands og er hann á dagskrá kl. 18:00.
Úrslit dagsins
EuroBasket – 8 liða úrslit
Finnland 93 – 79 Georgía
Þýskaland 99 – 91 Slóvenía



