Aníta Kristín Jónsdóttir hefur samið við ÍR fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.
Samningurinn sem hún gerir er sá fyrsti sem hún gerir við félagið, en hún er að upplagi úr ÍR. Hún er 16 ára gömul og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins á síðustu leiktíð.