spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLöng leit af rétta leikstjórnandanum

Löng leit af rétta leikstjórnandanum

Njarðvík hefur samið við Brandon Averette fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.

Brandon er 28 ára bandarískur leikstjórnandi sem leikið hefur á Kýpur, í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Lúxemborg síðan hann útskrifaðist úr Brigham Young háskólanum 2021.

„Það var löng leit af rétta leikstjórnandanum sem endaði með Brandon Averette, sem tikkar í öll boxin sem ég var að reyna tikka í. Hann er virkilega hraður og sterkur bakvörður sem á að stjórna okkar leik þetta tímabilið og finna þetta gullna jafnvægi í því að finna sín skot á sama tíma og hann matar liðsfélagana sína. Við vorum kannski að leita að aðeins öðruvísi leikmanni en við vorum með í fyrra og trúum að Brandon muni leysa þetta hlutverk og spila sig inní hjörtu Njarðvíkinga á næstu vikum,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkurliðsins.

Fréttir
- Auglýsing -