16 liða úrslit EuroBasket kláruðust í dag með fjórum leikjum.
Í gær tryggðu sig áfram Finnland, Tyrkland, Þýskaland og Litháen.
Í dag lagði Pólland lið Bosníu, Georgía hafði betur gegn Frakklandi, Slóvenía vann Ítalíu og Grikkland bar sigurorð af Ísrael.
Það er því ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum keppninnar. Á þriðjudag eigast við Litháen og Grikkland í fyrri leiknum, en Tyrkland og Pólland í þeim seinni. Á miðvikudag eru svo seinni tvæ viðureignirnar, þar mætir Þýskaland Slóveníu í fyrri leiknum og Finnland liði Georgíu í þeim seinni.
EuroBasket 2025 – 16 liða úrslit
Pólland 80 – 72 Bosníu
Frakkland 70 – 80 Georgíu
Ítalía 77-84 Slóveníu
Grikkland 84 – 79 Ísrael



