Hamar hefur samið við Kenny Hunter fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.
Kenny er 23 ára 203 cm bandarískur framherji sem kemur til Hveragerðis beint úr bandaríska háskólaboltanum. Daði Berg þjálfari Hamars segir það mikið fagnaðarerindi að fá Kenny til liðs við klúbbinn. ,,Hann er fjölbreyttur leikmaður og er tilbúinn að leggja inn mikla vinnu til að gera vel á þessu tímabili. Við hlökkum til að vinna með honum og kynna hann fyrir harðfisk og íslenska skyrinu”



