Grindavík ætlar að hita ærlega upp fyrir komandi tímabil í Bónus-deild kvenna með glæsilegu hraðmóti í Grindavík dagana 11. – 15. september. Auk liðs Grindavíkur mæta til leiks Íslandsmeistarar Hauka, nýliðar KR og Hamar/Þór.
Er félagið gríðarlega spennt fyrir því að snúa aftur heim til Grindavíkur að spila körfubolta. Heimkoman er eitthvað sem þau hafa öll beðið eftir og nú tökum þau smá forskot á sæluna áður en Íslandsmótið rúllar af stað.
Alvöru æfingamót í kvennaboltanum er líka eitthvað sem allir hafa beðið eftir og félagið ákvað að taka af skarið. Það vill nýta tækifærið og bjóða samfélagið heim til Grindavíkur til að horfa saman á íþróttina sem hefur gert svo mikið fyrir sálartetrið þeirra síðustu misseri.
Um leið vilja þau nýta tækifærið og heiðra minningu Ólafs Þórs Jóhannssonar og minnast alls þess sem hann gerði fyrir körfuboltann í Grindavík og á Íslandi öllu.
Mótið hefst eins og áður segir fimmtudaginn 11. september og hlakkar Grindvíkingum til að sjá fullt hús í Grindavík!
Dagskrá mótins er eftirfarandi og verða leikirnir í beinni útsendingu á Sýn Sport*
1. dagur – 11. september
Kl:17:30 Grindavík – Hamar/Þór
Kl:19:30 KR – Haukar
2. dagur – 13. september
Kl.15:30 Grindavík – KR
Kl.17:30 Hamar/Þór – Haukar
3. dagur – 15. september
Kl.17:30 Hamar/Þór – KR
Kl: 19:30 Grindavík – Haukar
*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar



