spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Myndband: Sungu fyrir íslenska liðið

Myndband: Sungu fyrir íslenska liðið

Íslenska landsliðið lauk leik á EuroBasket 2025 með tapi gegn sterku liði Frakklands síðastliðinn fimmtudag.

Liðið náði ekki í sigur í leikjunum fimm og endaði í 6. sæti D riðils sem leikinn var í Katowice í Póllandi. Árangur liðsins var þó sögulegur fyrir þær sakir að Ísland endaði í 22. sæti mótsins, en aldrei hefur liðið endað ofar en það.

Þúsundir stuðningsmanna íslenska liðsins fylgdu liðinu til Katowice og létu þeir vel í sér heyra á leikjunum fimm í Spodek höllinni. Við lok síðasta leiks má þó segja að stuðningsmönnum hafi tekist að enda mótið með stæl með því að syngja Ég er kominn heim fyrir liðið.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá því

Fréttir
- Auglýsing -