Fjórir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum lokamóts EuroBasket 2025 í Riga í dag.
Flest voru úrslit dagsins eftir bókinni. Þar sem Tyrkland lagði Svíþjóð, Þýskaland vann Portúgal og Litháen hafði betur gegn Lettlandi. Nokkuð kom þó á óvart að Lauri Markkanen og félagar í Finnlandi höfðu betur gegn Nikola Jokic og Serbíu, en margir höfðu spáð Serbíu titlinum þetta árið.
16 liða úrslit keppninnar munu svo klárast á morgun með seinni fjórum leikjunum, en þá má sjá hér.
EuroBasket 2025 – 16 liða úrslit
Tyrkland 85 – 79 Svíþjóð
Þýskaland 85 – 58 Portúgal
Litháen 88 – 79 Lettlandi
Serbía 86 – 92 Finnlandi



