spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Landsliðsmenn aðstoðuðu við skrif á umfjöllun um leik gegn Frökkum

Landsliðsmenn aðstoðuðu við skrif á umfjöllun um leik gegn Frökkum

Það hafa líkast til einhverjir furðað sig á “skrítnum” skrifum í umfjöllun eftir leik Íslands og Frakklands í gær. Í greininni mátti finna ýmis orð sem að öllu jöfnu eru langt frá því að enda í umfjöllun um íþróttakappleik af neinu tagi. Þannig var að Karfan.is og landsliðsmenn brugðu á leik degi fyrir leikinn.

Karfan.is bauð landsliðsmönnum öllum að senda sér eitt íslenskt orð sem að greinahöfundur myndi svo koma fyrir í umfjöllun um leikinn. Leikmenn tóku vel í þetta og sendu allir eitt orð og reyndu eftir mesta megni að gera greinahöfund erfitt fyrir. Öll orð náðu í greinina og ritstjórn hefur ekki enn borist kvörtun þannig að við áætlum að einhverjir hafi haft gaman af þessu.

Hér að neðan má sjá listan af orðunum sem leikmenn sendur:
Gullúr, Fellhýsi, Bandaríkin, Sparls, Skondið, Bergmál, Frunsa, Langatöng, Valmöguleikaæfing, Sætur, Sperðill, Spöng, Ristill

Greinina má lesa hér.

Fréttir
- Auglýsing -