spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland aldrei endað ofar á lokamóti EuroBasket

Ísland aldrei endað ofar á lokamóti EuroBasket

Íslenska landsliðið lauk leik á EuroBasket 2025 með tapi gegn sterku liði Frakklands í dag.

Liðið náði ekki í sigur í leikjunum fimm og endaði í 6. sæti D riðils sem leikinn var í Katowice í Póllandi.

Niðurstaða liðsins á mótinu þetta árið því ekki mikið ólík þeirra á síðustu stórmótum, þar sem liðinu mistókst einnig að ná í sigur á mótunum 2015 og 2017.

Þetta árið gerði liðið þó nokkuð mikið betur heldur en þá. Voru í hörkuleikjum gegn Belgíu og heimamönnum í Póllandi, sem og má segja þeir hafi verið í seilingarfjarlægð í leikjum sínum gegn Slóveníu og Ísrael.

Leikir Íslands á lokamótinu

Þar af leiðandi er lokaniðurstaða Íslands á mótinu þetta árið tveimur sætum betri heldur en árin 2015 og 2017. Á mótinu 2015 voru það Ísland og Bosnía sem töpuðu öllum leikjum sínum, en þá var Bosnía með betri heildar stigamun, svo þeir voru í 23. sæti og Ísland í 24. sæti.

Aftur gerist þetta á mótinu 2017. Þá voru það Ísland, Bretland og Rúmenía sem voru öll án sigurs. Aftur þá voru hin liðin, Rúmenía og Bretland með betri heildar stigamun, svo Ísland var í 24. sætinu.

Annað er uppi á teningnum þetta árið. Ísland vissulega án sigurs, líkt og Tékkland og Kýpur, en stigamunur nokkuð betri, svo það er Ísland sem endar í 22. sætinu, Tékkland er í 23. sætinu og Kýpur tekur 24. sætið.

Sæti liða sem ekki komust í 16 liða úrslit

SætiÞjóðÁrangurStigamunur
17.Spánn2-3+43
18.Belgía2-3-40
19.Eistland1-4-45
20.Svartfjallaland1-4-77
21.Bretland1-4-130
22.Ísland0-5-76
23.Tékkland0-5-96
24.Kýpur0-5-165
Fréttir
- Auglýsing -