Luka Doncic og Slóvenía unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld í riðil Íslands á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice er liðið lagði Ísrael, 96-106.
Slóvenía var búin að tryggja sig áfram fyrir leik kvöldsins, en er í baráttu um sem hæst sæti í riðlinum til að mögulega fá lakari andstæðing í 16 liða úrslitunum sem fara af stað um helgina í Riga í Lettlandi. Líklegt er þó að liðið verði í þriðja sæti riðilsins, fari svo að heimamenn í Póllandi leggji Belgíu í síðasta leik dagsins.
Atkvæðamestur fyrir Slóveníu í kvöld var Luka Doncic með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Fyrir Ísrael var Deni Avdija atkvæðamestur með 34 stig og 34 stig og 9 fráköst.



