Ísland lauk leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.
Lokaleikur liðsins var gegn sterku liði Frakklands og er óhætt að segja að um brekku hafi verið að ræða fyrir liðið, sem tapaði 114-74. Liðinu tókst ekki að ná í sigur á mótinu, en nokkrir leikir þeirra, sérstaklega gegn Belgíu og Póllandi, hefðu líklega unnist ef heppnin hefði verið með liðinu.
Íslenskir stuðningsmenn mættu í þúsundum á leiki liðsins í Katowice og þegar síðasta leik lauk sungu þeir lagið Ég er kominn heim fyrir liðið. Hér fyrir neðan má sjá færslu EuroBasket eftir leik.
xx



