Riðlakeppni lokamóts EuroBasket 2025 lauk í gær í Katowice í Póllandi. Þrátt fyrir nokkrar góðar frammistöður hjá Íslandi á mótinu tókst þeim ekki að ná í sigur, en voru ansi nálægt því í leikjum gegn sterkum þjóðum Belgíu, Póllands og Slóveníu.
Ísland náði ekki að tryggja sig áfram í 16 liða úrslit mótsins sem rúlla af stað í höfuðstað Lettlands, Riga, um helgina. Liðsmenn Íslands því allir á leið aftur til sinna félagsliða, þar sem stutt er í flestar deildarkeppnir þeirra.
Næst á dagskrá hjá Íslandi er undankeppni heimsmeistaramóts 2027. Þar var fyrir nokkru dregið í riðla og er Ísland í riðil með Ítalíu, Bretlandi og Litháen, en þrjú efstu lið riðilsins fara svo í seinni hluta undankeppninnar.
Fyrstu leikir Íslands í keppninni eru í lok nóvember, úti gegn Ítalíu og heima gegn Bretlandi. Hér fyrir neðan má sjá alla leikdaga Íslands í fyrri hluta undankeppninnar.
Fyrri hluti undankeppni HM:
Ítalía Ísland – 27. nóvember
Ísland Bretland – 30. nóvember
Ísland Litháen – 27. febrúar
Litháen Ísland – 2. mars
Ísland Ítalía – 2. júlí
Bretland Ísland – 5. júlí



