Íslenska landsliðið mætir Frakklandi í sínum fimmta leik á lokamóti EuroBasket kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Franska liðið hefur fyrir leik dagsins tryggt sig áfram í 16 liða úrslit keppninnar, en þurfa mögulega sigur til þess að færast ofar í riðlinum þar sem keppni um efstu sæti hans er hörð. Ísland hefur aftur á móti að litlu að keppa fyrir utan heiður, þar sem tap þeirra gegn Slóveníu á þriðjudag gerði það að verkum að liðið á þess ekki kost að komast áfram í 16 liða úrslitin.
Í aðdraganda mótsins var nokkur munur á hvernig styrkleiki liðanna var metinn. Samkvæmt kraftröðun FIBA fyrir mót var Ísland í 21. sæti á meðan Frakkland var talið með sterkari liðum í 3. sætinu.
Sé litið til stuðla Lengjunnar er mikill munur á líkum liðanna tveggja til að ná sigur. Frakkland fær stuðulinn 1.02 á móti 8.91 stuðul á Ísland. Með öðrum orðum, það á að vera nánast ómögulegt fyrir Ísland að ná í sigur í dag samkvæmt veðbönkum.



