spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Töpuðum með 36 stigum síðast

Töpuðum með 36 stigum síðast

Ísland mun kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag leika lokaleik sinn á lokamóti EuroBasket 2025 gegn Frakklandi.

Fyrir leik dagsins eru örlög beggja liða ráðin, Ísland mun ekki eiga þess kost að fara áfram í 16 liða úrslitin á meðan Frakkland er öruggt áfram, þó þeir vissulega séu að berjast við Ísrael, Pólland og Slóveníu um sem hæsta sætið í riðlinum.

Ísland hefur ekki oft spilað mótsleik gegn Frakklandi síðasta áratuginn. Voru þó með þeim í riðil á síðasta lokamóti 2017 þar sem Frakkland vann með 36 stigum, 115-79.

Í þeim leik var það Jón Arnór Stefánsson sem var atkvæðamestur fyrir Ísland með 23 stig, 7 fráköst og Martin Hermannsson bætti við 13 stigum.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Fréttir
- Auglýsing -