Ísland leikur gegn Slóveníu kl. 15:00 að íslenskum tíma á EuroBasket 2025.
Leikurinn er sá fjórði hjá báðum liðum, en fyrir leikinn hefur Slóvenía unnið einn leik, en Ísland engann. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV
Hérna eru fréttir af landsliðinu
Karfan kom við í göngugötu miðborgar Katowice þar sem íslenskir stuðningsmenn stilltu saman strengi sína fyrir leikinn. Fyrrum leikmenn landsliðsins Fannar Ólafsson og Guðjón Skúlason spjölluðu um mótið og möguleika Íslands. Guðjón er sjötti leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 122 leiki að baki á árunum 1988 til 1999, en Fannar lék 76 leiki fyrir Ísland frá 1998 til 2009.



