Ísland mætir Slóveníu kl. 15:00 að íslenskum tíma í dag í fjórða leik sínum á lokamóti EuroBasket í Katowice.
Fyrir leikinn hefur Slóvenía unnið einn leik og Ísland engan, því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í sigur í dag.
Sögulega hefur Ísland ekki oft leikið gegn Slóveníu. Þeir léku þó einusinni gegn þeim, á lokamóti EuroBasket 2017 í Helsinki í Finnlandi.
Þá hafði Slóvenía nokkuð öruggan 27 stiga sigur, en þeir héldu áfram að vinna á mótinu eftir leikinn gegn Íslandi og hömpuðu að lokum Evrópumeistaratitlinum.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leiknum



