spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ráðherra fylgir íslenska liðinu í Katowice ,,Spilum jafna leiki á lokamótum sem...

Ráðherra fylgir íslenska liðinu í Katowice ,,Spilum jafna leiki á lokamótum sem þessu við bestu lið heims”

Líkt og þúsundir annarra íslenskra stuðningsmanna er Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra mættur til Katowice í Póllandi til að fylgja liðinu á lokamóti EuroBasket 2025.

Samkvæmt tilkynningu ráðuneytis hans nýtti hann tækifærið og heimsótti Auschwitz-Birkenau fangabúðirnar sem Pólverjar hafa gert að safni til minningar um skipulagðar þjóðernishreinsanir Nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Einnig hitti hann forystufólk KKÍ og fékk kynningu á starfi og skipulagi sambandsins í tengslum við mótið. Þá hitti hann forseta Evrópska körfuknattleikssambandsins Jorge Garbajosa.

„Það hefur verið gaman að upplifa þá miklu stemningu sem hefur myndast hér hjá Íslendingum á mótinu. Einnig er frábært að sjá hversu miklar framfarir hafa orðið í íslenskum körfubolta undanfarin ár sem gera það að verkum að við spilum jafna leiki á lokamótum sem þessu við bestu lið heims,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra í tilkynningu.

Fréttir
- Auglýsing -