Það er margt um kvennmanninn hér í Póllandi og í gær tóku sig saman allar fyrrum og núverandi A-landsliðs konur og hittust á knæpunni Greenpoint. Það var hugmynd frá Björgu Hafsteinsdóttir að hóa saman þennan glæsilega hóp og virtist fara vel á með þeim öllum og mættu rúmlega 20 fyrrum og núverandi landsliðskonur á samkunduna. Á myndina vantar reyndar bakvörðinn Erlu Reynisdóttir sem líkast til var að eltast við einn af hinum fjölmörgu púkum sem hún stendur í að ala upp þessa dagana.
Frá efriröð frá vinstri: Thelma , Rósa, Dýrfinna, Þóra Kristín, Sandra, Berglind, Bryndís (Diskó), Linda, Svandís, Sólveig, Alda Leif, Gunnhildur
Neðri röð frá vinstri: Bríet, Kristín, Hafdís, Sigrún, Björg, Guðbjörg, Stella, Sara Rún



