spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Söguleg frammistaða Luka er Slóvenía náði í fyrsta sigurinn

Söguleg frammistaða Luka er Slóvenía náði í fyrsta sigurinn

Slóvenía lagði Belgíu í dag í riðil Íslands á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.

Slóvenía vann leikinn nokkuð örugglega 86-69 og eru bæði lið nú með einn sigur og tvö töp í mótinu eftir þrjá fyrstu leiki sína.

Atkvæðamestur fyrir Slóveníu í leiknum var Luka Doncic með laglega þrennu 26 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Andy Van Vliet var bestur fyrir Belgíu með 15 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Þrenna Luka aðeins sú fjórða í sögu EuroBasket. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir hafa náð þeim árangri, en síðast gerði Mateusz Ponitka það á síðasta EuroBasket, 2022.

LeikmaðurÁrÞrenna
Luka Doncic (Slóvenía)202526 stig, 10 fr., 11 st.
Mateusz Ponitka (Pólland)202226 stig, 16 fr., 10 st.
Andrei Mandache (Rúmenía)201714 stig, 10 fr., 11 st.
Toni Kukoc (Króatía)199515 stig, 12 fr., 11 st.
Fréttir
- Auglýsing -