Slóvenía lagði Belgíu í dag í riðil Íslands á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.
Slóvenía vann leikinn nokkuð örugglega 86-69 og eru bæði lið nú með einn sigur og tvö töp í mótinu eftir þrjá fyrstu leiki sína.
Atkvæðamestur fyrir Slóveníu í leiknum var Luka Doncic með laglega þrennu 26 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Andy Van Vliet var bestur fyrir Belgíu með 15 stig og 5 fráköst.
Þrenna Luka aðeins sú fjórða í sögu EuroBasket. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir hafa náð þeim árangri, en síðast gerði Mateusz Ponitka það á síðasta EuroBasket, 2022.
| Leikmaður | Ár | Þrenna |
|---|---|---|
| Luka Doncic (Slóvenía) | 2025 | 26 stig, 10 fr., 11 st. |
| Mateusz Ponitka (Pólland) | 2022 | 26 stig, 16 fr., 10 st. |
| Andrei Mandache (Rúmenía) | 2017 | 14 stig, 10 fr., 11 st. |
| Toni Kukoc (Króatía) | 1995 | 15 stig, 12 fr., 11 st. |



