Íslenska landsliðið mætir heimamönnum í Póllandi kl. 18:30 í kvöld í sínum þriðja leik á lokamóti EuroBasket.
Fyrir leik dagsins hefur Pólland unnið sína tvo leiki gegn Slóveníu og Ísrael á meðan Ísland hefur þurft að lúta í lægra haldi gegn Ísrael og Belgíu.
Í aðdraganda mótsins var nokkur munur á hvernig styrkleiki liðanna var metinn. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA var Ísland í 21. sæti á meðan Pólland var sex sætum ofar í 15. sætinu.
Sé litið til stuðla Lengjunnar er mikill munur á líkum liðanna tveggja til að ná sigur. Pólland fær stuðulinn 1.17 á móti 4.45 stuðul á Ísland. Það má því ætla að búist sé við erfiðum leik fyrir íslenska liðið.



