spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Luka og félagar í vondum málum

Luka og félagar í vondum málum

Frakkland lagði Slóveníu á EuroBasket í riðil Íslands í Katowice, 103-95.

Frakkland hefur því unnið báða leiki sína og eru næsta öruggir áfram á meðan Slóvenía hefur tapað báðum sínum og þurfa að allavegana að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í riðlinum til að komast í 16 liða úrslitin. Síðustu þrír hjá þeim eru Ísrael, Ísland og Belgía.

Atkvæðamestur í liði Frakklands var Sylvain Fransisco með 32 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.

Luka gerði hvað hann gati til að afstýra þessu tapi í kvöld, var með 39 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -