spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Pólland sterkari í síðustu viðureignum

Pólland sterkari í síðustu viðureignum

Ísland og Pólland mætast kl. 18:30 að íslenskum tíma í þriðja leik liðanna á EuroBasket 2025.

Sé litið til síðasta áratugs hafa liðin tvö aðeins tvisvar mæst og hefur Pólland haft sigur í bæði skiptin.

Ísland lék gegn Póllandi í riðlakeppni lokamótsins 2017 í Helsinki og tapaði með 30 stigum, 91-61. Þá mættust liðin nú nýlega, í æfingaleik fyrir yfirstandandi lokamót, en þá hafði Pólland tveggja stiga sigur, 92-90.

Síðustu leikir gegn Póllandi

Ísland 61 – 91 Pólland EuroBasket 2017

Pólland 92 – 90 Ísland æfingaleikur 2025

Fréttir
- Auglýsing -